Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for maí, 2009

VICEROY OF INDIA

 

 KAN 001 003 1-2  KAN 001 002 4-2

Í starfi mínu hér á safninu notast ég oft við heimildarvefinn timarit.is sem geymir gömul blöð og tímarit. Þessi vefur er einkar hjálplegur þegar kemur að skráningu ljósmynda sem lítið er vitað um. Um daginn rakst ég á þessa litlu frétt í gömlu Morgunblaði sem hringdi hjá mér bjöllum:

„Viceroy of India kom hingað í gær um hádegi. Það kemur beina leið frá Englandi og eru farþegar 208, allt Englendingar, nema tveir Hollendingar. Nokkrir af farþegum fóru til Þingvalla í gær og hinir fara þangað í dag. Á skipinu eru indverskir hásetar og eru þeir í indverskum búningi, útsaumuðum ljereftskuflum, með skýluklút bundinn um mittið og vefjarhöttu á höfði með rósóttum flötum kolli. Verður mörgum starsýnt á þá. — Skipið fer hjeðan kl. 8 í kvöld áleiðis til Noregs.”

Morgunblaðið 9. Júlí 1931, 4.

Fyrir nokkrum árum var ég að skrá þessar sérstæðu ljósmyndir úr safni Karls Christian Nielsen, sem sýnir tvo útlenda menn standa á gömlu Steinbryggjunni í Reykjavíkurhöfn, því miður voru litlar upplýsingar með myndinni en en í gamalli skráningu var giskað á að mennirnir væru í áhöfn skips sem fylgdi einhverjum af þeim flugleiðöngrum sem komu til Íslands á árunum í kringum 1930.
Í safni Karls eru m.a. myndir af skipinu VICEROY OF INDIA sem talað er um í fréttinni, og því er það varla út í bláinn að álykta sem svo að myndin sé einmitt tekin af umdæddum hásetum – eða hvað finnst ykkur?

GH

Read Full Post »